Quantcast
Channel: Svart á Hvítu – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

SVALAHUGLEIÐINGAR

$
0
0

Á meðan að sonurinn tók lúr úti á svölum í dag fór ég að huga að því hvernig ég get gert þær nokkuð huggulegar í sumar. Ég veit þó ekki hvort ég eigi að kalla þetta svalir þar sem þær eru í raun bara stigapallur þar sem gengið er inn, stærðin er líka mjög lítil svo það er líklegast takmarkað hvað hægt er að gera, og til að toppa það þá þarf líka að vera pláss fyrir vagninn á þeim. Það á þó að vera hægt að gera allt huggulegt svo ég kíkti á uppáhaldssíðuna mína Pinterest og hóf að taka saman hugmyndir að heillandi svölum, görðum og veröndum, og afraksturinn , nýjasta albúmið mitt Outdoor má sjá -hér. 

Þar sem að svalirnar mínar, já köllum þetta bara svalir, eru ekki nema 2,40 x 2,40 þá er ég helst að hugsa um kannski einn bekk með púðum, lítið hliðarborð og svo plöntur, en ég á þegar einn góðan stól við eldhúsborðið mitt sem er líka útistóll svo ég mun draga hann út í góða veðrinu í sumar og spara líka pláss í leiðinni. Svo verður ljósaperuserían sem ég fjallaði um daginn notuð til að setja punktinn yfir i-ið.

2b91ce43e4868368f86f55e8330f46ca 2d0c6e9ec7329eefc8e6368d4ef12607 02dbb9da66fead10b6a9156ae3221a00 3eea459ed0f9c7ba5bdc419bb89629f1 6d86db43cfc85f5578e054dc52e3fcbc 8a91cc49af4ef84c76838b8c831a173b 8e2d05ee235bd5c3069dd0bce98d5554 64d2895dac7876681e99c49819a87ff9 65d9e0a451a57c39c6712b470ef4907b 68bdbe8d4fd9e132f3ab4c712775d8e9 86fb86ea5669cec13530560941280e5b 440a916713ba4642b34c0d0019038fda 960cd4177da46310830d0c86bf2583b4 2947d89a82f20601d714133c16e53683 29577ee1fb751d8c3f439471d8044325 a4cd0288633fa4ab10bfdd342267b7cb a4f59ba57b39e822cadcf6d82fe7108b a5adfec4e3d69ec594611cecf6ad08b1 b9befad8abb863b7a752b06ff7ae9b5f b224daddd4068b4b39104c9a87ba8e98 bd0e01789df6db8848ead76f0538bb0e c238099d03a156bbb6fbd0a4eb9a53ea cdbafdafba89f6b0c2ba10366a0c41f9 cea9356721d31b3b9af97ee8d3ddd414 d868547c7ffbfb002f9a2a7654284f88 da7cdded4921681863676633aa117748 e179c77be9c697e9a7598094c9b18c58 e00969cd712959dcc783792eabc286a9 ecfa3b943ae34625b77df8824616fcf5 f4e01f061c23f984f52d0251770f301a f51908e16f32ff87d5b2e3a2605e5649 fefe1a5dbcb5a26ea9cd3af1fd52a9fa f9c856d11e76eb9bd113955b00419249 babab2d025895cc228ba539d6e56dfbf e15381860e9aa72c41976e59c1d08052

Það er auðvitað hægt að finna allt á Pinterest og núna veit ég nokkurn veginn hvað ég er að spá, svo til að drepa enn meiri tíma í dag þá kíkti ég á heimasíðu Ikea til að skoða útihúsgögn, því ég vil heldur ekki að þetta þurfi að kosta mikinn pening.


ikesvalir

 

Þetta er nokkurn vegin pælingin, en mögulega þá myndi ég vilja mála og lakka bekkinn hvítann, en þó ætla ég að sjá til með það. Hliðarborðið er dálítið fínt undir hvítvínið og svo væri næs að hlaða nokkrum púðum og teppum út þegar sólin kíkir í heimsókn. Ég tek það fram að stóllinn + serían eru ekki frá Ikea.

Ég leyfi ykkur að fylgjast með þessum pælingum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880