Hér má sjá ótrúlega fallegt og líflegt heimili innanhúss og garðahönnuðsins Dorthe Kvist. Stíllinn á heimilinu er skandinavískur með bóhemísku ívafi, það er nóg af plöntum í hverju horni en Dorthe er sérfræðingur þegar kemur að plöntum og görðum. Hún leggur mikla áherslu á persónulegan stíl og gæði og vill að bæði hlutir og plöntur endist lengi.
Sniðug heimatilbúin hilla úr leðurbandi og tréspítu.
Þetta heimili fær alveg 5 af 5 mögulegum stjörnum, ofsalega fallegt heimili með persónulegum sjarma. Nokkrar hugmyndir þarna sem mætti tileinka sér, litirnir, veggpuntið og svo auðvitað allar fínu plönturnar sem gefa heimilinu svo mikið líf.