Ég vona að ég gangi ekki fram af neinum ykkar en jólaskapið var að mæta á svæðið. Fyrsta jólaskrautið er komið í hús, ein jólagjöf hefur verið keypt og núna vantar bara Jóla Bylgjuna:) Ég datt ofan í svo æðislegt jólatímarit (Bolig Liv Jul) í Eymundsson í dag sem kom mér alveg í gírinn til að vilja byrja að græja og gera hér heima og koma heimilinu almennilega í kósígallann. Einnig er ég komin með nýtt albúm á Pinterest tileinkað jólunum fyrir áhugasama jólaálfa, það má finna -hér. P.s. það var að bætast við “Pin it” takki við hverja mynd fyrir ykkur sem notið Pinterest!
Ég er eitthvað svo spennt fyrir jólunum í ár og að fá að upplifa þau með lítið kríli, ég held það sé skemmtileg tilbreyting:)
Svo ef það eru einhverjir þarna úti sem ekki nenna að skoða jólamyndir í október, þá er ágætis áminnig að það frábæra við internetið er að við þurfum svo sannarlega ekki að skoða það sem okkur þykir leiðinlegt;)
x svana