Quantcast
Channel: Svart á Hvítu – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

FYRIR & EFTIR

$
0
0

Að pússa þessa kertastjaka átti að vera verkefni helgarinnar, en svo datt ég í gírinn með Brasso í annarri og tusku í hinni. Núna sit ég hér í makindum mínum með kolsvartar og helaumar hendur og dáist af þessum stjökum sem fengu verðskuldaða andlitslyftingu.

Þessa kertastjaka hannaði og smíðaði afi minn heitinn Kristján Hans Jónsson (1927-2007). Hann starfaði sem rennismiður á vélarverkstæði Keflarvíkurflugvölls í 43 ár og hann var því afar handlaginn. Þessa kertastjaka ásamt svo ótal mörgum öðrum renndi hann í frítíma sínum og gaf gjarnan í gjafir. Mér þótti afskaplega vænt um hann og eftir að afi lést þá langaði mig að eignast einhvern hlut eftir hann, amma lagði þá það á sig að hafa uppi á börnum gamals kunningja afa sem hann hafði eitt sinn gefið kertastjaka. Sá maður var látinn og því höfðu þessir stjakar endað í kassa inni í geymslu barnanna hans og sem betur fer komust þeir að lokum í mínar hendur:)

Það er enginn hlutur á mínu heimili sem kemst með tærnar þar sem þessir hafa hælana, að eiga hluti með sögu er mér mikilvægt og gerir heimilið að heimili.

Eigið góða helgi!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880