Það styttist í að við dómnefndin veljum vinningshafa í #bykotrend leiknum sem núna stendur sem hæst á Instagram og aðeins örfáir dagar eftir til að taka þátt! Eins og áður hefur komið fram þá á einn heppinn þátttakandi möguleika á því að vinna sér inn 100.000 kr. inneign í Hólf og Gólf í Byko sem er án efa draumur fyrir alla þá sem standa í framkvæmdum núna eða láta sig dreyma um að taka heimilið í gegn, einnig verða veittir tveir aukavinningar upp á 35.000 kr. sem koma sér vissulega vel líka. Ég hvet ykkur því til að bretta upp ermar og taka mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar og birta hana á Instagram merkta #bykotrend – það er nefnilega til mikils að vinna!
Meðfylgjandi eru nokkrar skemmtilegar myndir úr leiknum valdar af handahófi, kannski leynist vinningsmyndin hér að neðan? Hver veit:)









Ef þú þekkir einhvern sem gæti þurft á þessum glæsilega vinning að halda sem spark í rassinn að taka í gegn baðherbergið – eldhúsið – allt húsið eða jafnvel bústaðinn? Deildu þá endilega færslunni áfram því það eru einungis 2 dagar til stefnu svo hver fer að verða síðastur. Og vá hvað mig hlakkar mikið til þess að setjast niður með Byko vinum mínum og velja okkar uppáhalds myndir:)