Quantcast
Channel: Svart á Hvítu – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

HAUSTIÐ 2017 HJÁ IKEA

$
0
0

Þvílíkur dásemdardagur – haldið þið ekki að Ikea hafi verið að senda frá sér stórkostlegar myndir af því sem við eigum von á í haust. Stíliseringin er ólík því sem við höfum séð áður og stemmingin smá suðræn með flamingo fuglum og tropical laufum ásamt sterkum og djúpum litum og elegant yfirbragði. Ég er vissulega komin með nokkra hluti á lista hjá mér eftir að hafa rennt yfir þessar myndir og get ekki beðið eftir að skoða þessar vörur í haust.

Myndir via Ikea

Ný og spennandi húsgögn, falleg víragrind undir myndir og minnismiða, gyllt hnífapör, leðurhöldur á innréttingar, nýjar mottur, lampar og svo margt annað fallegt. Hvernig finnst ykkur?


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880