Það kemur líklega engum á óvart sem fylgst hefur með blogginu mínu í nokkurn tíma að ég er bálskotin í Tom Dixon og öllu því sem hann gerir. Í dag þann 4. apríl kynnir hann í fyrsta sinn splunkunýja og gordjöss línu á hönnunarsýningunni í Mílanó / Salone del Mobile sem er jafnframt sú flottasta í öllum heiminum.
Eftir margra ára notkun á málmum og gljáandi áferðum ákvað Tom Dixon loksins að færa sig yfir í meiri mýkt þegar hann hóf að hanna línu úr textíl og er afraksturinn dásamlega fallegir púðar ásamt fleiri sjúklega flottum vörum. Ég skoðaði nokkrar af þessum vörum á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi fyrr á árinu og var þar stranglega bannað að taka myndir af hlutunum enda algjört top secret á þeim tíma. Þar mátti meðal annars skoða nýja hreinlætislínu WASH sem ég er mjög spennt fyrir, hún felur í sér sápur, uppþvottalög, handáburði og ýmiss konar fallega aukahluti fyrir baðherbergi.
Tom Dixon hóf feril sinn sem hönnuður og listrænn stjórnandi fyrir ríflega 35 árum. Á þeim tíma hefur honum tekist að skapa sér nafn og skipa sér sess meðal fremstu hönnuða samtímans og það vita allir hver hann er sem áhuga hafa á hönnun. Mörg af hans meistarastykkjum prýða nú lista- og hönnunarsöfn á borð við MOMA í New York og Pompidou safnið í París!
Í dag 4. apríl kynnti LUMEX nýju línuna á sama tíma og Tom Dixon kynnti hana í Mílanó og í tilefni þess ætlum við að efna til gjafaleiks þar sem hægt er að næla sér í púða úr nýju línunni SOFT í lit að eigin vali. Við erum að tala um að vinningshafinn verður þá einn af þeim fyrstu í heiminum til að næla sér í þessa fallegu hönnun! SOFT línan er úr hágæða Mohair flaueli sem framleitt er úr Suður-Afríkskri geita angóru – sem hefur í gegnum tíðina verið álitin jafn verðmæt og gull. Fyllingin er úr dönskum andafjöðrum…. jiminn eigum við að ræða þessa lúxus púða!
Image may be NSFW.
Clik here to view. Image may be NSFW.
Clik here to view.
úllen – dúllen – doff! Ég er með augun á einum lit ♡
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Hér má síðan sjá WASH línuna en þess má geta að sápan er svört á litin sem er frekar spennandi!Image may be NSFW.
Clik here to view.
// Gjafaleikurinn er í samstarfi við verslunina LUMEX sem er söluaðili Tom Dixon á Íslandi.
Til þess að eiga möguleika á að vinna elegant púða úr SOFT línunni í lit að eigin vali þá þarft þú að:
1. Skilja eftir athugasemd með nafni
2. Deila færslunni
3. Extra karma stig eru gefin fyrir að smella like við Lumex, og Svart á hvítu á facebook
// Dregið verður úr athugasemdum laugardaginn 8.mars.
Image may be NSFW.
Clik here to view.