Núna er akkúrat tíminn sem hellist yfir mig löngun að eiga sumarbústað með fjölskyldunni, ég veit í rauninni fátt betra en að hafa það huggulegt í bústað og hef í gegnum tíðina verið dugleg að leigja fyrir okkur fjölskylduna bústaði í gegnum hin og þessi félög ásamt því að fara í ferðir með vinum okkar í þeirra bústaði. Þetta sumarhús hér að neðan er þó mjög langt frá bústöðunum sem að ég hef gist í enda töluvert meiri lúxus á ferð og toppurinn er að sjálfsögðu sundlaugin ásamt útsýninu yfir vatnið. Í draumaveröld þá færi ég hingað eftir vinnu í dag….
Myndir via Bolig Magasinet
Þetta gordjöss sumarhús er staðsett í Svíþjóð á eyjunni Ljusterö en það þekkist vel að sænskar fjölskyldur eyða heilu sumrunum í sumarhúsunum sínum, það er ekki svo langt síðan hún Linnea okkar sýndi frá sumarhúsinu þeirra á Trendnet snappinu eg hefur lýst húsinu fyrir mér sem algjörum draumastað.
Þvílíkur draumur og enn og aftur þá eru svíarnir alveg meðetta;)