Quantcast
Channel: Svart á Hvítu – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

VELKOMINN DESEMBER!

$
0
0

Þá er desembermánuður loksins runninn upp með öllu sínu tilheyrandi, jólasnjó, ófærð, jólabónusum, smá stressi og mikilli tilhlökkun. Ég er klárlega með innlitið til að koma ykkur í skreytingargírinn ef þið eruð ekki þegar kominn í hann, en þetta er eitt fallegasta jólainnlit sem ég hef séð. Það er jú reyndar bara 1.desember svo þetta er ekkert endilega jólalegasta innlit sem þið munuð sjá í mánuðinum, dálítið dannað í litavalinu en ó svo fallegt. Hér býr innanhússstílistinn Per Olav sem bloggar m.a. hjá sænska Residence Magazine og þessi maður kann sitthvað þegar kemur að skreytingum.

PerOlav_FotoKristoferJohnson5-700x453PerOlav_FotoKristoferJohnson4-700x905

 Hýasintur og lítið grenitré til skrauts.

PerOlav_FotoKristoferJohnson11-700x905

Mjög skemmtileg hugmynd að hengja upp litla grenigrein.

PerOlav_FotoKristoferJohnson1-700x905

Bara 24 dagar þangað til…

PerOlav_FotoKristoferJohnson2-700x905 PerOlav_FotoKristoferJohnson3-700x905 PerOlav_FotoKristoferJohnson6-700x905

Myndir via

Það sem vekur athygli mína er að hér er ekkert skreytt með einhverskonar jólaljósum og eingöngu notast við græna litinn, þá annaðhvort í grenigreinum, jólatrjám í öllum stærðum, hýasintum og litlum grænum stjörnuborða. Mögulega er eftir að bætast við hjá honum Per vini okkar þegar líður á mánuðinn, en hann hefur 24 daga til stefnu. 24 DAGAR TIL STEFNU, eigum við eitthvað að ræða það? Á mínu heimili vantar ennþá jólaseríur í glugga sem er að fara með mig en ég hinsvegar fékk ofsalega fallegt jólaplakat með póstinum í gær sem ég er spennt að sýna ykkur. Seinna í dag næ ég síðan vonandi að setja í gang jólaleikinn minn eina sanna! Spennó spennó…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880