Quantcast
Channel: Svart á Hvítu – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

BEÐIÐ EFTIR…

$
0
0

Ég er alveg hrikalega spennt að fá þessa hluti hér að neðan afhenta en það er dálítið síðan að ég keypti þá. Ég versla ekki mikið á netinu nema ég sé sjálf á leiðinni erlendis og get þá fengið sent á gististaðinn, mér nefnilega dauðleiðist að borga háan sendingarkostnað og svo oft toll ofan á það. Sumir af hlutunum koma þó beina leið til Íslands og sleppa vonandi í gegnum lúguna en aðrir eru á leið til Rakelar vinkonu minnar í Cardiff. Ég datt í smá netrúnt um daginn í leit af afmælisgjöf handa erfingjanum en ég mundi þá eftir að hafa séð þessar fallegu indíána fjaðrir þegar ég var ennþá ólétt og ekki í svona verslunarhugleiðingum svo ég var ekki lengi að skella þeim í körfuna núna. Ég sé þær alveg fyrir mér slá í gegn í framtíðinni í leik en eru á sama tíma líka fallegt skraut í barnaherbergið. Barnið byrjar kannski bara að smjatta á þeim, en með tímanum verður hann vonandi jafn skotinn í þeim og mamma sín!
24886426-origpic-cfe78f

Fjaðrirnar fást hjá sænsku vefversluninni Modelmini, hér. 

HTB1whU6IpXXXXapXpXXq6xXFXXXq

Ég er nýbúin að týna fallegu teppi sem Bjartur átti og þetta bjarnarteppi er því á leiðinni í pósti. Ég hef margoft rekist á það á bloggsíðum án þess að vita hvaðan það væri en datt svo á þetta á Aliexpress af öllum síðum. Ég leyfi mér að efast smá um gæðin en það fær þá bara að koma í ljós. Fæst hér.

da01da0143d0a148111dd3bc73c5d39c

Afmælisblöðrur voru líka pantaðar… þó tölustafurinn einn en ekki tveir. Fást hér. 

 

 

F-SL2608PJ00

 

Og svo síðast en ekki síst, reyndar ekki pantað af netinu því hefði ég aldrei þorað. En mér tókst loksins að finna draumabrillurnar og þessa hér að ofan urðu fyrir valinu. Ég var búin að segja ykkur áður frá gleraugnaleitinni minni og eftir að hafa þrætt allar búllur bæjarins þá valdi ég þessi hér frá Saint Laurent frá Ég C gleraugnabúðinni. Það tekur svo alltaf smá tíma að sérpanta glerin fyrir mig og því er ég búin að bíða í um tvær vikur og vá hvað ég er spennt að fá þau í hendurnar!

Screen Shot 2015-07-30 at 20.30.46

Ég verð líka að viðurkenna að ég hef verið að bíða eftir ágústmánuði enda búin að skipta um blað í dagatalinu fyrir nokkru síðan. Ég hlakka bæði til en er líka mjög stressuð, jú jú litla barnið mitt er nefnilega að byrja hjá dagmömmu eftir tæpan hálfan mánuð! Ætli ég verði ekki grenjandi fyrstu dagana og sæki hann alltaf töluvert fyrr en svo fer ég vonandi að koma einhverri vinnu í verk sem ætti að gleðja þolinmóðu vinnuveitendur mína:) Er þó fegin að dagmamman er sú besta sem völ er á að mínu mati, ekki bara mamma æskuvinkonu minnar heldur líka fyrrverandi vinnuveitandi til nokkra ára svo ég veit að Bjartur verður í góðum höndum. En það brýtur alveg hjartað í mér viðurkenni ég alveg, bara tilhugsunin að hafa hann ekki hjá mér alla daga, alltaf.

5 hlutir sem ég bíð eftir… spenntari fyrir sumum en öðrum;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880