Ég veit að planið var að sýna ykkur nokkur hollensk heimili í röð en þetta smekklega danska heimili náði mér áður. Einnig finnst mér sérstaklega skemmtilegt að sýna ykkur svona ‘trendy’ heimili í framhaldi af síðasta pósti en það má nefnilega finna fjölmörg vinsæl trend á þessu heimili. Þar má helst nefna ljósaperuseríuna sívinsælu, koparljós, marmaraborðplötur, nóg af plöntum, String hillur og svo síðast en ekki síst Sjöan. Ahh gott kombó;)
Hér býr Julie Wittrup Pladsbjerg ásamt kærasta sínum í Álaborg þar sem hún stundar nám. Nýlega var hún í starfsnámi hjá danska tímaritinu BoligLiv en ég kannast einmitt dálítið við þetta heimili og get vel trúað að það hafi birst áður í því tímariti sem ég les einmitt mikið, það og Bolig Magasinet eru í algjöru uppáhaldi. Ef þið viljið fylgjast nánast með Julie þá má finna instagram-ið hennar hér.
Stólamixið er sérstaklega skemmtilegt, þarna má sjá Master chair, Eros stólinn, DAW Eames og Panton stóla.
Skemmtileg hugmynd að nota svona járngrind til að krækja á allskyns dóti.
- myndir via my scandinavian home -Þessi skógrind er þó ein besta hugmyndin á heimilinu og mjög auðveld í framkvæmd! Borað er í tréplötu og teygja þrædd í gegn og svo bundin saman. Svo er skónum skellt í teygjuna!
Mikið er þetta nú fallegt heimili !
Eigið góða helgi, x Svana