Ljósmyndarinn Elísabet Davíðsdóttir tók þessar fallegu myndir af vængsteppunum frá Vík Prjónsdóttur, það var ágæt áminning þegar ég sá að Theódóra skrifaði um fínu sólhattana þeirra í gærkvöldi, sjá hér, því ég er búin að sitja á þessum myndum í nokkra daga. Vængsteppin frá Vík Prjónsdóttur eru prjónuð teppi úr 100% íslenskri ull sem hönnuð eru með það í huga að hægt er bæði að nota það utandyra sem hlýja yfirhöfn eða einfaldlega til að kúra í uppí sófa. Ég er sérstaklega hrifin af seinni möguleikanum, en ég á reyndar tvo vængi frá þeim, bæði stóra verndarvænginn, sjá hér, og lítinn svan sem sjá má hér að neðan svo mér ætti ekki að verða kalt í vetur. Teppin koma í fjórum ólíkum týpum svo allir geta fundið eitt við sitt hæfi:)
Image may be NSFW.
Clik here to view.Papageno vængur
Image may be NSFW.
Clik here to view.The Swan vængur
Image may be NSFW.
Clik here to view.The Raven vængur
Image may be NSFW.
Clik here to view.
King Eider vængur
Ljósmyndari: Elísabet Davíðsdóttir
Módel: Heather Boo
Flottar myndir af enn flottari hönnun! Ég verð nú líka að segja ykkur hvað það er gott að kúra í svona vængsteppi því það er hægt að stinga höndunum í gegnum “fjaðrirnar” og því er auðveldlega hægt að narta í eitthvað á meðan þú klæðist teppinu, lúxus ekki satt?