Quantcast
Channel: Svart á Hvítu – Trendnet
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

MEÐ LIST Á VEGGJUM

$
0
0

Þetta hlýlega og fallega heimili rakst ég á í hinu eina sanna Bo Bedre, en það sem einkennir það eru án efa öll listaverkin sem skreyta veggina. Þarna býr Metta Helena Rasmussen sem er innanhússstílisti, listakona og eigandi netverslunarinnar Retro Villa, og augljóslega líka mikil smekkkona.

Ótrúlega fallegt mix af flísum í eldhúsinu.

Þetta heimili er algjör draumur, en það sem heillar mig mest við það er hversu vel allt er raðað og hvernig hver hlutur virðist eiga sinn stað. Ég hef þó reyndar ekki nokkra trú á því að heimilið sé alltaf svona, eins með öll heimili í öllum tímaritum sem við lesum. Ég vil allavega trúa því að það séu öll heimili með drasli flesta daga vikunnar.. ekki bara mitt.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880