Jólin eru tími til að gefa og gleðja aðra og það er jólahefð hér á Svart á hvítu að fagna jólunum með glæsilegum og risastórum gjafaleik. Einn heppinn lesandi gæti dottið í lukkupottinn og unnið gjafabréf að upphæð 550.000 kr. í fallegustu verslunum landsins.
Svart á hvítu bloggið fagnaði nýlega 12 ára afmæli sínu og ég gæti hreinlega ekki verið þakklátari fyrir samfylgdina í gegnum árin ♡ Það var fyrir 7 árum síðan sem fyrsti jólagjafaleikurinn okkar leit dagsins ljós og þá var í vinning 100.000 kr. gjafabréf í nokkrum góðum verslunum. Síðan þá hefur þessi hefð aldeilis fest sig í sessi – að fagna jólunum með glæsilegum og risastórum gjafaleik.
Þessi jólin eru samankomnar mínar uppáhalds verslanir, sem eru jafnframt fallegustu verslanir landsins og gefa þær hver um sig 50.000 kr. gjafabréf. Einn heppinn lesandi á því von á að næla sér í 550.000 kr. gjafabréf í fallegustu verslunum landsins, í þeim má finna það allra besta þegar kemur fallegum hlutum fyrir heimilið, barnaherbergið ásamt glæsilegum fatnaði og er þetta lúxusgjafabréf af bestu gerð sem öllum fagurkerum landsins dreymir um að eignast.
Verslanirnar sem um ræðir eru: AndreA, Epal, Dimm, Snúran, Iittala búðin, Nine Kids, Kokka, HAF store, Póley, vefverslunin Ramba ásamt Listval myndlistagallerí.
Hér að neðan má finna glæsilegar hugmyndir af því vöruúrvali sem verslanirnar bjóða uppá og gefa ykkur jafnframt hugmynd um hvað þið gætuð keypt ykkur fyrir gjafabréfið ♡
// Vinsamlegast lesið færsluna til enda til að sjá leikreglur. En í gegnum færsluna mæli ég með að smella á hlekkina og fylgja viðkomandi verslun á Instagram. Einnig bendi ég á að þú getur líka skráð þig í pottinn á Instagram og tvöfaldað vinningslíkurnar – SMELLTU HÉR!
ANDREA
Til að lenda ekki í jólakettinum í ár er nauðsynlegt að uppáhalds fatabúðin mín sé með í leiknum, en verslunina AndreA Boutique rekur vinkona mín, Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður í hjarta Hafnarfjarðar. Andrea er ein af færustu fatahönnuðum landsins og í verslun sinni á Norðurbakkanum selur hún fatahönnun sína í bland við frábært úrval af fylgihlutum, skarti og síðast en ekki síst skóm. En fyrr á árinu opnaði Andrea bleika skóverslun hinum megin við götuna. Staðsett á Norðurbakka, Hafnarfirði.
// AndreA Boutique er á Instagram (HÉR – @andreabyandrea)
DIMM
Verslunin Dimm býður upp á vandaðar og fallegar vörur fyrir heimilið og barnið frá hæfileikaríkum hönnuðum víðs vegar í Evrópu. Hér finnur þú dásamlega barnavörudeild, sælkeradeild, falleg ljós og skrautmuni, rúmföt, púða og fleira sem fegrar heimilið ásamt úrvali af gerviblómum frá breska innanhússhönnuðinum Abigail Ahern. Staðsett í Ármúla 44, 108 Reykjavík.
// Dimm er á Instagram (HÉR – @dimmverslun)
EPAL
Verslunina Epal mætti kalla flaggskipsverslun Skandinavískrar hönnunar á Íslandi, en hér fást öll klassísku dönsku merkin sem njóta enn í dag gífurlegra vinsælda eins og Fritz Hansen, Louis Poulsen, Montana, ásamt vinsælum merkjum eins og Menu, Ferm Living og Hay. Hér má einnig finna mikið úrval af íslenskri hönnun. Staðsett í Skeifunni, Smáralind, Kringlunni og á Laugavegi 7.
// Epal er á Instagram (HÉR – @epaldesign)
HAF STORE
HAF store er einstök lífstílsverslun í miðbæ Reykjavíkur sem býður upp á glæsilega hönnun og vandað vöruúrval. Hér má finna úrval af hönnunar og lífstílsbókum, húðvörum, einstökum ljósum, ilmkertum og ilmvötnum, ásamt Bollo glervösunum eftirsóttu og þeirra eigin HAF vörulínu sem nýtur mikilla vinsælda. Staðsett á Geirsgötu 7, 101 Rvk.
// HAF store er á Instagram (HÉR – @hafstore.is)
IITTALA BÚÐIN
Finnska hönnunarmerkið Iittala var stofnað árið 1881 og nýtur í dag gífurlegra vinsælda um allan heim og sérstaklega hér á Íslandi. Iittala verslunin í Kringlunni er draumaverslun fagurkerans og má þar finna besta úrval Iittala á landinu. Hér finnur þú Iittala safngripi eins og glerfuglana frægu og lampa ásamt klassískum borðbúnaði, kertastjökum og sívinsælu Aalto vörulínunni. Staðsett í Kringlunni 1. hæð.
// Iittala búðin er á instagram (HÉR – @ibudin)
KOKKA
Kokka á Laugavegi er ein elsta og ástsælasta verslun miðborgarinnar með hreint út sagt frábært úrval af öllu því sem þig gæti mögulega vantað í eldhúsið og fyrir borðhaldið. Hér er lögð mikil áhersla á vandaðar og vel hannaðar vörur enda er Kokka í miklu uppáhaldi hjá þeim sem kunna til verka í eldhúsinu, eða eru í leit að fallegum vörum til að leggja á borðið. Staðsett á Laugavegi 47.
// Kokka er á Instagram (HÉR – @kokkarvk)
SNÚRAN
Snúran býður upp á spennandi og fallegar vörur til að prýða heimilið og hér má finna eitthvað fyrir alla, húsgögn, einstök ljós, sælkeravörur ásamt fallegum munum fyrir heimilið eins og kristalsvörur frá Reflections Copenhagen og keramík frá Dóttir ásamt vinsæla danska vörumerkinu Bolia. Snúran stækkaði nýlega og opnaði glæsilega stóra verslun í Smáralind. Staðsett í Ármúla 38 og í Smáralind.
// Snúran er á Instagram (HÉR – @snuranis)
PÓLEY
Póley er íslensk gjafavöruverslun og vefverslun sem staðsett er í Vestmannaeyjum og býður upp á fallegar og sniðugar gjafavörur fyrir heimilið. Póley er einstaklega fallega hönnuð verslun sem er nauðsynlegt að kíkja á þegar við eigum leið til Vestmannaeyja, þar má finna úrval af vörum frá Lene Bjerre, Sebra, Iittala, Present Time, Snurk, Fuzzy og fleira. Póley var opnuð árið 1998 en síðan árið 2021 hefur Sara Sjöfn Grettisdóttir rekið verslunina. Staðsett í Vestmannaeyjum.
// Póley er á Instagram (HÉR – @poleyverslun)
NINE KIDS
Nine Kids er glæsileg barnavöruverslun þar sem finna má úrval af fallegum barnavörum, leikföngum og fatnaði og síðast en ekki síst öryggisvörum. Nine Kids er stoltur söluaðili CYBEX sem hefur verið leiðandi á markaði þegar það kemur að öryggi barna í umferðinni og einnig framleiða þeir kerruvagna sem eru með þeim allra fallegustu. Í byrjun næsta árs mun Nine Kids breyta og stækka og verður spennandi að fylgjast með því. Staðsett í Fellsmúla 24, 108 Reykjavík
// Nine Kids er á Instagram (HÉR – @ninekids.is)
RAMBA
Ramba er nýleg vefverslun sem stofnuð var árið 2020 og er rekin af lítilli fjölskyldu hér í Hafnarfirði. Hjá Ramba má finna úrval af gjafavöru og vönduðum vörum fyrir heimilið frá vörumerkjum á borð við Bloomingville, Hübsch, House Doctor, Södahl, Aida og Kristina Dam Studio.
// Ramba er á Instagram (HÉR – @rambastore)
LISTVAL
Síðast en ekki síst er Listval. Listval er myndlistarráðgjöf og gallerí með það að markmiði að færa myndlistina nær almenningi og gera fólki auðveldara fyrir að fjárfesta í myndlist. Í desember opnaði Listval til að mynda nýtt sýningarrými á fyrstu hæð í Hörpu þar sem yfir 200 verk eru til sýnis og sölu eftir um 85 listamenn. Þá heldur Listval úti heimasíðunni listval.is þar sem hægt er að skoða úrvalið af þeim verkum sem eru í boði hverju sinni og þar er einnig hægt að máta hvert og eitt verk á vegginn heima hjá sér með sérstakri „sjá í eigin rými“ virkni sem Listval setti upp nýverið.
// Listval er á Instagram (HÉR – @listval_)
// LEIKREGLUR
- Smelltu á like hnappinn hér undir og deildu færslunni á Facebook.
- Skyldu eftir athugasemd hér að neðan með nafni.
- Fylgstu svo með á Instagram (HÉR – @svana.svartahvitu) þar getur þú skráð þig aftur í pottinn og aukið vinningslíkur þínar! Ég mun draga út nöfn frá bæði bloggkommentum og á Instagram þar til eitt nafn stendur eftir.
Einn ofur heppinn vinningshafi verður tilkynntur fimmtudaginn 23. desember 2021.
Að gefnu tilefni minni ég á að varast falssíður sem spretta nú upp við flesta gjafaleiki. Ég mun undir engum kringumstæðum stofna nýja Instagram síðu og biðja þátttakendur að smella á neitt eða gefa upp persónuupplýsingar. Notið skynsemina og megi heppnin vera með ykkur ♡
Jólakveðja, Svana
The post VINNUR ÞÚ 550 ÞÚSUND KRÓNUR Í FALLEGUSTU VERSLUNUM ÍSLANDS appeared first on Trendnet.