Hér er jólatréð skreytt heimatilbúnu skrauti og persónulegur stíll einkennir heimilið sem er sjarmerandi. “Jólin voru ekkert mjög merkileg hjá mér áður en ég átti börnin”, segir Nana Voxtrup í viðtali hjá Bolig Magasinet, og það eru eflaust einhverjir sem tengja við þessa setningu. Það að skapa nýjar jólahefðir með börnunum og eiga notalegar stundir á aðventunni er það sem kveikir aftur í þessari jólaupplifun hjá mörgum. Heimatilbúin og perluð snjókorn prýða jólatréð og allt virðist vera dálítið látlaust og afslappað. Þannig mega mín jól líka vera.
Kíkjum á jólastemminguna hjá Nana og Lasse í kóngsins Köben.
Myndir // Bolig Magasinet
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
The post HEIMA HJÁ FJÖLSKYLDU SEM ELSKAR AÐ “JÓLAST” appeared first on Trendnet.