Þetta er aldeilis ekki tískublogg – en mér datt í hug að það gæti verið skemmtileg tilbreyting fyrir mig ásamt ykkur að sjá annað en heimilistengt efni hér á blogginu. Þannig var það jú líka í upphafi, bland í poka af því sem heillar ♡
Ég hef alla tíð verið mjög veik fyrir hlébarðamynstri og gæti raunverulega klætt mig frá toppi til táar í hlébarðamynstraðan fatnað sem ég á til ásamt fylgihlutum haha. Sem ég lofa að gera aldrei. En eitt og sér er ekkert nema smart og núna er það hlébarðapils sem er efst á mínum óskalista. Ég eyddi dágóðum tíma á netvafri í gær og í símanum við valdar íslenskar fataverslanir með litlum árangri. Pilsið virðist ekki vera fáanlegt hér heima – látið mig vita ef þið vitið um – og það er einnig uppselt á langflestum vefverslunum sem buðu upp á slíkt, sérstaklega þessum ódýru.










Niðurstaðan er sú að ég ætla að deila með ykkur þremur flottum pilsum sem hægt er að versla. Eitt þeirra er á leið til mín vonandi í tæka tíð fyrir sumarfríið ♡



Zara.com / fæst ekki á Íslandi – 199 DKK
Þið megið endilega smella á hjartað hér fyrir neðan ef þið viljið fá svona færslur inná milli – annars held ég mig bara áfram við mitt sérsvið sem er heimilið ♡ Eigið góða helgi!
The post WANT : HLÉBARÐAPILS appeared first on Trendnet.